Mig langar að deila með ykkur heimsins bestu kjötbollum, sem ég prófaði um daginn. Hugmynd að uppskrift fann ég á íslenskri bloggsíðu (www.ljufmeti.com) og mæli ég einstaklega vel með þessari uppskrift.
1 pakki nautahakk (ca. 500 g.)
Handfylli af ferskri basilíku
1 poki af ferskum mozzarella
1 krukka af sólþurrkuðum tómötum
1 egg
1 dl rjómi
smjör
salt og pipar
Sósa:
steikingarsoð
kjötkraftur
2,5 dl rjómi
150 g. rjómaostur
Byrjið að skera mozzarella ostinn niður í smáa bita. Því næst takið þið basilíkuna og sólþurrkuðu tómatana og saxið smátt niður. Setjið saman í skál.
Næst bætið þið hakkinu, rjómanum og eggi út í og hrærið saman varlega með sleif. Saltið og piprið.
Mótið svo bollur með höndunum og steikið á pönnu við miðlungshita þar til þær eru eldaðar í gegn. Mínar voru frekar þykkar og tók þetta nokkra þolinmæðisvinnu.
Næst voru bollurnar teknar af pönnunni en rjóma var bætt út í steikingarsoðið, kjötkrafti einnig ásamt slatta af rjómaosti. Sósan var svo smökkuð til þar til hún hreinlega var orðin fullkomin. Bollunum var þá bætt út í sósuna og leyft að malla í smá stund.
Tilvalið meðlæti:
Kartöflur og gott salat, að ógleymdu rauðvíninu.
Njótið vel
No comments:
Post a Comment