Saturday, January 17, 2015

Lúxus grænmetislasagne

Jæja, í dag hófst matarplanið mitt, fyrst og fremst í sparnaðarskyni en líka í því skyni að elda fjölbreyttari mat og verða betri í matargerð. Eftir að hafa notið þess að sofa út þennan fallega laugardag, fékk ég mér góðan kaffibolla, lærði stærðfræði sem kom mér mjög skemmtilega á óvart og ákvað ég svo að slá til og hefja sparnaðinn og skellti mér í Bónus og keypti inn fyrir næstu viku. Ég troðfyllti tvo innkaupapoka og þetta var mun ódýrara en ég hélt.

Ég ákvað að búa til lúxus grænmetislasagne sem kemur til með að endast í mjög margar máltíðir og er virkilega hollt líka. 


Ég byrjaði á því að steikja saman sveppi, papriku og brokkolí. Kryddaði með salti, parmesan og garlic ásamt töfrakryddi sem vinkona mín gaf mér í jólagjöf. Næst bætti ég við niðursoðnum tómötum, tómatpúrru og loks setti ég hvítlauks- og ostatómatblöndu út í. Í lokin ákvað ég að nota klípu af paprikusmurosti. 



Þessa blöndu setti ég ofan á lasagne plöturnar sem komnar voru í eldfast mót. 



Það verður seint af mér tekið að vera mikil ostakona, og ákvað ég að spara sko ekki fetaostinn ofan á blönduna. Ég setti síðan kotasælu á milli laga og að lokum stráði ég rifnum osti yfir og setti jafnframt smá parmesan. 


Þegar hér var komið við sögu skellti ég þessu í ofninn. Ég ákvað að hafa þetta í 30 mínútur með álpappír yfir, og svo tók ég álpappírinn af og lét þetta vera í 15 mínútur í viðbót. Þá verður osturinn ekki alveg brúnn heldur meira gylltur. 


Ég var að smakka fyrsta bitann og vá, þetta er besta lasagne sem ég hef á ævi minni smakkað!!! Lyktin er alveg guðdómleg og það er frábært að borða góðan mat sem er líka hollur. 

Ég enda þetta á smá ást, enda er ástin dásamleg.





Kem með vikulistann fljótt. 

Kv.,
Lára

1 comment:

  1. Oh vá hvað þetta "lasagne" lítur ótrúlega vel út :) Það er ótrúlegt hvað þú ert flink í eldhúsinu (og að mynda lúxusinn, þrátt fyrir að vera bara nota síma!). Það vantar bara að bæta smá nauta- og/eða selshakki í þetta og þá held ég að þú hafir fullkomnað réttinn :)

    ReplyDelete