Saturday, January 24, 2015

Jazz og bylur

Góðan daginn,

Þessi vika fór vel í matarplaninu. Ég er ekki frá því að ég sé að spara mér tugi þúsunda með þessu plani fram í tímann og þessari fyrirmyndareldamennsku. Ég fer 1 x í viku í búðina og kaupi fyrir ca. 8 þúsund krónur í matinn fyrir alla vikuna. Það gera 32.000 kr. í mat á mánuði. Þarna inni er samt ekki daglegur kaffibolli sem gera ca. auka 20.000 kr. á mánuði. En þetta er mun lægri fjárhæð en 100.000-150.000 kr. sem fóru í mat hér áður fyrr þegar það var bara take-out í öll mál. 

Hvað varðar sl. viku þá hef ég komist að einu gagnlegu fyrir framtíðina: Ekki þykjast ætla að elda kjúklingasúpu og taka hana með þér í nesti alla vikuna. Kjúklingasúpa lítur út eins og æla þegar hún er komin í glerkrukku. Maður missir bara alla matarlyst að ferðast með ælulitaða súpu með kjúklingabitum í glerkrukku á milli lappanna á leiðinni í vinnuna. Betra að eiga hana bara lengur og fá sér rúmstykki í hádeginu. 

En það eru góðar fréttir, eftir viku verð ég orðin frú lögmaður. Prófmálið mitt verður næsta fimmtudag (vettvangsferð) og föstudag og svo er planið eftir það að fara á Nauthól og skála í hvítt og fá mér kjúklingasalat. 




Annars er ég að meta þessa síðustu helgi í janúar. Hér er sannkallað janúarveður, bylur og fólk beðið að halda sig innandyra. Ég er að sjálfsögðu með kertaljós, bók við hönd og með jazz í gangi sem er komið til að vera. Ég er alveg búin að kolfalla fyrir jazztónlist. Ég ætla að draga pabba með mér oftar á árinu á jazzkvöld á kaffihúsum bæjarins. Það gladdi hann alveg rosalega mikið síðast þegar við kíktum á live jazz. Þessi mynd fangar stemninguna heima hjá mér ágætlega núna. 



Annars er planið mitt á morgun að njóta sunnudagsins, drekka gott kaffi, hitta fólk og læra smá stærðfræði. 

Einn annar lögfræðibrandari í ljósi síðustu viku minnar sem lítill saklaus lögfræðingur. Vildi að þetta væri bara svona easy með að ákveða fatnaðinn.


Ég set inn matarplan vikunnar mjög fljótlega :)


No comments:

Post a Comment