Sunday, February 15, 2015

Heimalagað basilpestó, ítalskar brauðbollur og vanillucupcakes með súkkulaðismjörkremi

Þessi vika var afskaplega gleðileg eins og síðasta vika.

Það er alltaf gaman að setjast niður í vikulok og gera upp góða viku og skipuleggja þá næstu. 


Það sem stóð upp úr í þessari viku er að ég eignaðist fyrstu hrærivélina mína. Ég hef oft hreinlega sneitt hjá brauðuppskriftum o.fl., þar sem ég hef ekki átt hrærivél og handþeytarinn dugir bara upp að vissu marki. Ég datt sannarlega í lukkupottinn og fékk þessa fínu Kenwood vél á algjörum lúxusprís. 

Annað sem að stóð upp úr er að ég eignaðist fyrsta mortel-ið mitt. Ég hreinlega vissi ekki hvað mortel var fyrr en ég tók það upp úr kassanum, og núna er þetta orðið eitt uppáhalds áhaldið mitt í eldhúsinu. 


Basil pestó

Handfylli af ferskri basiliku
Handfylli af furuhnetum
hvítlaukur
salt og pipar
parmesan ostur
extra virgin ólífuolía


Ég byrjaði á að strá smávegis af grófu salti í mortelið og kramdi saman við basilikuna ásamt örlitlum hvítlauk. Saltið gerir það auðveldara að mauka basilikuna. Að því loknu þá ristaði ég furuhneturnar á pönnu þar til þær urðu gylltar á litinn og ilmuðu dásamlega. 



Ég bætti furuhnetunum í mortelið og maukaði við basilikuna. 




Næst skar ég niður parmesan ost og bærri við, þar til blandan var orðin vel þykk. Þá bætti ég olíunni út í og þynnti blönduna þar til pestóið var orðið tilbúið.




Þetta pestó var virkilega gott, og ég notaði það ofan á heimagert lasagne. 


Ítalskar brauðbollur

Ég las einhvers staðar að hvítlauksbrauð væri ómissandi með lasagne og þar sem ég hafði gert lasagne sem dugði mér út vikuna, þá vildi ég prófa að gera hvítlauksbrauð. Það vildi ekki betur til en að úr urðu fínustu ostarúmstykki, sem minntu ekki neitt á hvítlauksbrauð, en voru afar góð með smjöri og osti. 

1 msk sykur
80 g rifinn ostur
2 ½ tsk hvítlaukssalt
1 tsk basilíka
1 tsk óreganó
3 msk olía
4-5 bollar hveiti
Smávegis vatn
1 pk. þurrger







Eftir að ég fékk hrærivélina var ég ólm að prófa að útbúa girnilegar cupcakes. Ég var virkilega spennt að prófa vélina og hún stóð sig mjög vel. 

Vanillucupcakes með súkkulaðismjörkremi

250 gr. sykur
150 gr. smjör
2 egg
250 gr. hveiti
1 tsk. vanilludropar
1 tsk. vanillusykur
1 tsk. vínsteinsyftiduft
1 dl. rjómi
1 plata suðusúkkulaði 


Ég þeytti sykurinn og smjörið saman fyrst í nokkrar mínútur.


Bætti svo einu eggi við í einu og hrærði varlega saman. Loks setti ég svo rest út í.


Þegar blandan er orðin silkimjúk þá bætti ég við súkkulaðinu sem var fínsaxað.


Setti í muffinsform og inn í ofn á 180 í 20 mínútur.


Ég kældi kökurnar alveg og skreytti svo með góðu smjörkremi.




Þessar kökur eru himneskar á bragðið. Góð vinkona kom svo í morgunkaffi til mín á þessum fína sunnudegi og ég mæli með að allir taki upp morgunkaffi með vinum sínum. Dásamleg byrjun á deginum.

Ég vona að vikan verði ykkur góð.

Ég er með marga rétti sem ég get ekki beðið eftir að prófa að elda í komandi viku.

Hafið það sem allra best! :)





1 comment:

  1. Vá! Ég á bara ekki orð yfir það hvað þetta er flott hjá þér elsku Lára mín! Þetta er bara orðið að professional bökunar og kennslu vef! Ótrúlegt hvað þú ert flink að elda, baka, taka myndir og útskýra. Þessir réttir eru alveg to die for þó maður tými varla að borða svona flott listaverk! Vávává!!! Og til hamingju með hrærivélina :* Hún verður að duga þar til hún verður side-kick kitchen-aid vélarinnar :)

    ReplyDelete